Sport

Aníta vann bronsverðlaun á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir á fullri ferð í úrslitahlaupinu.
Aníta Hinriksdóttir á fullri ferð í úrslitahlaupinu. Vísir/EPA
Aníta Hinriksdóttir varð þriðja í dag í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Belgrad í Serbíu.

Aníta kom í mark á 2:01,25 mínútum og varð rétt við Íslandsmetið sitt sem hún setti fyrir einum mánuði síðan.

Svisslendingurinn Selina Büchel varð Evrópumeistari á svissnesku meti en hún kom í mark á 2:00,38 mínútum eða einu sekúndubroti á undan hinni bresku Shelayna Oskan-Clarke.

Aníta byrjaði aftarlega en hljóp af skynsemi og passaði að lokast ekki inni. Hún var heppinn að hin sænska Lovisa Lindh datt ekki á hana en kom sér í framhaldinu upp í þriðja sætið þar sem hún hélt sér út hlaupið.

Aníta ógnaði ekki þeim tveimur fyrstu sem hlupu báðar frábærlega. Aníta gerði sitt og tryggði sér sín fyrstu verðlaun á stórmóti fullorðinna.

Þetta eru sjöttu verðlaun Íslendinga á EM innanhúss og þau fyrstu síðan að Vala Flosadóttir vann brons í stangarstökki á EM 1998.

Ísland hafði ennfremur ekki unnið verðlaun á stórmóti í frjálsum síðan að Jón Arnar Magnússon varð annar í sjöþraut á HM innanhúss í Lissabon árið 2001.

Aníta Hinriksdóttir.Vísir/EPA
Hér má sjá endasprettinn hjá Anítu:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×