FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Íslenskar íţróttir öđlast nýtt líf

SPORT

Aníta setti nýtt Íslandsmet á Stórmóti ÍR

 
Sport
20:15 06. FEBRÚAR 2016
Aníta setti nýtt Íslandsmet í dag.
Aníta setti nýtt Íslandsmet í dag. VÍSIR/VALLI
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í flokki 20-22 ára í 400 metra hlaupi innanhúss á 20. Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni í dag.

Aníta kom í mark á 54,21 sekúndu og bætti gamla metið sitt um 21/100. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, FH, kom fast á hæla Anítu en hún kom í mark á 54,41 sekúndu. Hin stórefnilega Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, endaði í 3. sæti á tímanum 54,81 sekúndu.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni setti nýtt mótsmet í hástökki er hún fór yfir 1,68 metra.

FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson setti einnig nýtt mótsmet í 60 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 6,98 sekúndum.

Öll úrslit frá fyrri degi Stórmóts ÍR má finna með því að smella hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Aníta setti nýtt Íslandsmet á Stórmóti ÍR
Fara efst