Sport

Aníta og Guðni Valur frjálsíþróttafólk ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðni Valur og Aníta, frjálsíþróttafólk ársins 2016.
Guðni Valur og Aníta, frjálsíþróttafólk ársins 2016. mynd/frí
Frjálsíþróttasamband Íslands útnefndi í dag Anítu Hinriksdóttur og Guðna Val Guðnason sem frjálsíþróttakonu og frjálsíþróttakarl ársins 2016.

Hin tvítuga Aníta er enginn nýgræðingur í frjálsum íþróttum þótt hún sé ung að árum. Hún hefur bætt sig jafnt og þétt á síðustu árum og er komin í 38. sæti á heimslista fullorðinna, í 16. sæti á Evrópulista fullorðinna og í 3 sæti á Evrópulista U-23 ára í 800 metra hlaupi.

Aníta keppti á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem hún setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi (2:00,14). Þá endaði Aníta í 5. sæti í úrslitum á HM í Portland og 8. sæti á EM í Amsterdam.

Guðni Valur, sem 21 árs gamall ÍR-ingur, hefur einungis æft kringlukast í rúm tvö ár og náð góðum árangri á stuttum tíma. Hann er í 99. sæti á heimslista fullorðinna, 47. sæti á Evrópulista fullorðinna og í 10. sæti á Evrópulista U-23 í kringlukasti.

Guðni Valur keppti á Ólympíuleikunum þar sem hann endaði í 21. sæti. Þá endaði hann í 22. sæti á EM í Amsterdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×