Sport

Aníta hljóp sig inn í úrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. vísir/stefán
Aníta Hinriksdóttir er komin í úrslitahlaupið á HM innanhúss í 800 metra hlaupi, en HM innanhúss fer fram í Portland í Bandaríkjunum þessa daganna.

Hún hljóp í fyrsta riðlinum og lenti í þriðja sæti í sínum riðli, en undanriðill Anítu var mjög hraður. Tími Anítu var þriðji besti tíminn af öllum þremur riðlunum.

Aníta hljóp á 2:01,96, en hún á best 2:01,56 og var því innan við hálfri sekúndu frá sínum besta tíma innanhúss.

Hlaupið dugði Anítu til að hlaupa sig inn í úrslitin þar sem hún var með besta tímann af þeim sem fóru ekki beint í úrslit. Frábær frammistaða hjá Anítu.

Aníta hleypur á móti Ajee Wilson, Margraret Wambui, Habitam Alemu, Francine Niyonsaba og Laura Roesler í hlaupinu annað kvöld.

Úrslitahlaupinu verður lýst í þráðbeinni textalýsingu á Vísi annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×