Sport

Aníta bætti 33 ára gamalt Íslandsmet

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta hleypur á móti í Kaplakrika.
Aníta hleypur á móti í Kaplakrika. vísir/valli
Aníta Hinriksdóttir bætti tæplega 33 ára gamalt Íslandsmet í þúsund metra hlaupi á sterku móti í Hollandi í dag. Hún lenti í fimmta sæti á mótinu.

Hlaupadrottningin úr ÍR hljóp á 2:36,63, en hún var tæpum tveimur sekúndum frá efsta sætinu.

Hún bætti þar með met Ragnheiðar Ólafsdóttur, en hún átti metið frá 1982. Ragnheiður hljóp á 2:44,6.

Heimakonan í Hollandi, Sifan Hassan, vann hlaupið en hún hljóp á 2:34,68. Hún sló þar með nýtt landsmet og tíminn sá besta á árinu til þessa.

Joanna Jozwik frá Póllandi var í öðru 2:35,57 og Jennifer Meadows frá Bretlandi varð í þriðja á 2:36,13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×