Sport

Aníta ætlar að reyna að klára lyfjaprófið fyrir verðlaunahendinguna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Hanna
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í dag þegar hún kom þriðja í mark í 800 metra hlaupi kvenna.

Þetta eru fyrstu verðlaun Anítu í fullorðinsflokki en hún hefur bæði orðið heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi kvenna.

Aníta var kát þegar Vísir heyrði í henni eftir hlaupið en hún var þá á leiðinni í lyfjapróf eins og venjan er hjá veðlaunahöfum á stórmótum.

Aníta ætlaði að reyna að klára lyfjaprófið áður en kemur að verðlaunaafhendingunni þar sem hún stígur á pall ásamt Selinu Büchel frá Sviss og Shelayna Oskan-Clarke frá Bretlandi.

Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 18.51 að staðartíma eða klukkan 17.51 að íslenskum tíma. Aníta ætti því að geta náð þessu. Við vonum það allavega.


Tengdar fréttir

Aníta vann bronsverðlaun á EM

Aníta Hinriksdóttir varð þriðja í dag í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Belgrad í Serbíu.

Aníta ætlar sér aftur í úrslit

Evrópumótið í frjáls­íþróttum innanhúss hefst í Belgrad í Serbíu í dag. Aníta Hinriksdóttir er skráð með þriðja besta tíma allra keppenda í 800 metra hlaupi og stefnir á að komast í úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×