Sport

Aníta: Reynsla síðasta sumars kemur sér vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir var ánægð að lokum keppni í undanrásum í 800 m hlaupi á HM U-19 ára í Bandaríkjunum í gær.

„Ég var nokkuð taugaóstyrk fyrir hlaupið enda er mótið afar stórt,“ sagði Aníta sem vann sinn riðil örugglega í undanrásum í gær. Hún keppir í undanúrslitunum í kvöld.

„Mér leið þó nokkuð vel í dag þó svo að það sé alltaf erfitt að keppa á svo sterku móti,“ sagði Aníta enn fremur en hún er ríkjandi heimsmeistari sautján ára og yngri, sem og Evrópumeistari nítján ára og yngri í greinni. Hún segir að það hjálpi henni.

„Maður er því vanari því að hlaupa þrisvar í röð á sama mótinu. Þetta gekk nokkurn veginn eftir áætlun og ég er því glöð,“ sagði hún en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Undanúrslitin fara fram í kvöld og úrslitahlaupið er á dagskrá aðfaranótt föstudags.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×