Erlent

Angela Merkel fékk óvænta bjórsturtu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fékk óvænta sturtu þegar taugaveiklaður þjónn hellti fimm bjórum yfir hana í gær.

Merkel var augljóslega brugðið en hún hélt þó ró sinni. Svo róleg var hún að stuttu seinna skálaði hún við aðra gesti.

Þjónninn, sem vafalaust nýtur hylli í Grikklandi um þessar mundir, sagði að þetta hafi einfaldlega verið mistök. „Samstarfsmaður minn átti að fara með veitingarnar á borð Merkels en hann sagðist vera of hræddur. Ég var því beðinn um að fara."

„Einhver rakst utan í mig og ég náði ekki að grípa bjórana" sagði þjónninn. „Ég blótaði síðan hátt."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×