Fótbolti

Anelka orðinn spilandi þjálfari í Indlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anelka í leik með WBA þegar hann lék þar.
Anelka í leik með WBA þegar hann lék þar. vísir/getty
Nicolas Anelka, fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal, hefur verið ráðinn spilandi þjálfari Mumbai City, en Mumbai City leikur í indversku deildinni.

Anelka, sem er orðinn 36 ára gamall, spilaði með indverska liðinu á síðustu leiktíð undir stjórn Peter Reid, fyrrum stjóra Manchester City.

„Hann hreif okkur með taktískri snilli sinni og frábærum hvatningaraðferðum,” sagði Ranbir Kapoor, eigandi Mumbai CIty og leikari í Bollywood.

Anelka skoraði einungis tvö mörk í sjö leikjum á síðustu leiktíð, en þetta er ekki fyrsta þjálfarastarfið sem hann tekur að sér. Hann var einnig spilandi þjálfari hjá kínverska félaginu, Shanghai Shenhua, árið 2012.

„Við erum allir mjög spenntir fyrir að hefja nýtt tímabil. Ég er persónulega mjög ákafur í að taka að mér þetta nýja starf og búa til samkeppnishæft lið,” sagði Anelka.

Mumbai endaði í sjöunda sæti indversku deildarinnar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×