Enski boltinn

Andy Tate byrjaður að auglýsa leiki United | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andy Tate.
Andy Tate. mynd/skjáskot
Frægðarsól Andy Tate, eins frægasta stuðningsmanns Manchester United, heldur áfram að rísa.

Tate hefur notið mikilla vinsælda undanfarin misseri fyrir viðtöl sem Full Time Devils taka við hann á Youtube eftir leiki liðsins.

Tate segir nákvæmlega það sem honum finnst og kallaði David Moyes meðal annars flón þegar liðið var að spila illa í fyrra.

Hann hefur verið í miklu stuði að undanförnu enda liðið búið að vinna sex leiki af síðustu sjö, og má sjá muninn á frægð hans frá því Liverpool vann, 3-0, á Old Trafford í fyrra og þar til United vann Liverpool, 3-0, á Old Trafford um þar síðustu helgi.

Eftir síðasta heimaleik var hann umkringdur öðrum stuðningsmönnum liðsins á meðan hann var í viðtali við Full Time Devils og ætlaði allt um koll að keyra þegar hann sagði United gera atlögu að titlinum eftir áramót.

BT Sport ákvað að nýta sér frægð Tates og fékk hann í auglýsingu fyrir leik United og Newcastle sem fram fer annan dag jóla. Þar er hann hluti af kór sem syngur lagið 12 Cantonas.

Auglýsingin: Andy Tate í viðtali eftir 3-0 tap gegn Liverpool: Andy Tate í viðtali eftir 3-0 sigur á Liverpool:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×