Andy Sullivan tekur forystuna í eyđimörkinni

 
Golf
19:30 22. JANÚAR 2016
Andy Sullivan og Darren Clarke á öđrum hring í dag.
Andy Sullivan og Darren Clarke á öđrum hring í dag. GETTY

Englendingurinn Andy Sullivan hefur tekið forystuna á Abu Dhabi meistaramótinu en eftir tvo daga er hann á tíu höggum undir pari.

Sullivan verður þó að bíða þangað til að annar hringur klárist á morgun til að vita hvort hann heldur forystunni því margir kylfingar náðu ekki að ljúka leik í dag vegna þoku.

Á níu undir pari kemur Bandaríski áhuagmaðurinn Brycon DeChambeau en hann gæti orðið aðeins fjórði áhugamaðurinn í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra á móti ef hann heldur áfram að spila jafn vel.

Nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sjö undir pari, meðal annars reynsluboltinn Thomas Bjorn og Hollendingurinn Joost Luiten.

Jordan Spieth og Rory McIlroy náðu ekki að ljúka leik í dag en þeir léku ekki vel og voru á einu höggi yfir pari eftir 13 holur.

Þeir eru þó enn ofarlega á skortöflunni eftir að hafa leikið vel í gær en áhugavert verður að sjá hvort að annar hvor þeirra blandi sér í baráttuna um sigurinn um helgina.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Andy Sullivan tekur forystuna í eyđimörkinni
Fara efst