Erlent

Andstæðingar evru vinna á

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Björn Höcke Leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland hrósaði sigri í Thüringen.
Björn Höcke Leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland hrósaði sigri í Thüringen. fréttablaðið/AP
Stjórnmálaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland, sem er andvígur evrunni, vann stóran sigur í kosningum til fylkisþings í þýsku sambandslöngunum Brandenborg og Thüringen, sem haldnar voru í gær.

Í Brandenborg fékk flokkurinn 12 prósent atkvæða en í Thüringen 10 prósent. Flokkurinn náði ekki manni inn á þjóðþing Þýskalands þegar kosið var á síðasta ári en komst þó býsna nærri fimm prósenta lágmarkinu.

Í Thüringen gerðu leiðtogar Vinstriflokksins, sem á að hluta rætur að rekja til gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, sér auk þess vonir um að flokkur þeirra kæmist til valda í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×