Lífið

Andrúmsloft Stone Roses tónleika selt á 12 milljónir króna

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hér má sjá þegar andrúmsloft tónleikana er fangað í krukkunni sem nú er orðin 12 milljón króna virði.
Hér má sjá þegar andrúmsloft tónleikana er fangað í krukkunni sem nú er orðin 12 milljón króna virði. Vísir
Krukka sem inniheldur loft af tónleikum bresku hljómsveitarinnar The Stone Roses virðist ætla að selja fyrir tæpar 12 milljónir króna.

Sniðugur aðdáandi tók mynd af krukku sem hann var við að loka á tónleikum sveitarinnar í Manchester Etihad Stadium laugardaginn 18. Júní 2016. Eftir tónleikana setti hann upp myndina á eBay. Þar sagði hann að inn í krukkunni væri „andrúmsloftið af tónleikunum fangað að eilífu þar sem 60 þúsund aðdáendur sungu með“ og setti krukkuna á sölu.

Mun viðkomandi nokkurn tímann opna krukkuna eftir að hafa greitt 12 milljónir króna fyrir?Vísir/eBay
Endurvarp af gítarsólói John Squire

„Ég sver að ef þú setur eyrað upp við krukkuna þá má heyra endurvarp af gítarsólói John Squire,“ segir hann í gríni.

Eftir þriggja daga uppboð hafa 90 manns boðið í krukkuna. Hæsta tilboðið er komið upp í tæp 66 þúsund pund. Býður einhver betur?

Hér fyrir neðan má sjá stemninguna af tónleikum sem haldnir voru á sama stað, daginn áður en loftið úr krukkunni var fangað.


Tengdar fréttir

Steinrósirnar ná blóma

Breska sveitin The Stone Roses gefur út annað nýja lag sitt eftir 20 ára útgáfuþögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×