Golf

Andri Þór sigraði á fyrsta stigamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Andri Þór púttar hér á þriðja degi.
Andri Þór púttar hér á þriðja degi. Mynd/GSÍ
Andri Þór Björnsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði á fyrsta stigamótinu á Eimskipsmótaröðinni í ár en hann spilaði hringina þrjá á fimm höggum undir pari.

Andri lenti í smá erfiðleikum framan af á þriðja hringnum í dag en hann var á einu höggi yfir pari eftir ellefu holur. Fékk hann tvo skolla og einn fugl framan af en hann lauk hringnum af krafti.

Krækti hann í tvo fugla í röð og bætti við öðrum fugl á 17. braut til þess að ljúka leik á tveimur höggum undir pari í dag og alls fimm höggum undir pari.

Ragnar Már Garðarsson úr GKG lenti í öðru sæti á Hellu en hann spilaði á pari í dag eftir að hafa fengið tvo skolla á fyrstu fjórum holunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×