Íslenski boltinn

Andri ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri í leik með ÍBV.
Andri í leik með ÍBV.
Andri Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá ÍBV.

Kristján bjargaði ÍBV frá falli í lokaumferð Pepsi deildar karla í haust og stýrði þeim til sigurs í Borgunarbikarnum.

Andri varð hluti af þjálfarateymi ÍBV á síðasta tímabili þegar ljóst var að hann gæti ekki spilað meira með liðinu vegna meiðsla.

Hann er þriðji hlekkurinn í þjálfarateyminu, því Jón Ólafur Daníelsson er Kristjáni einnig til aðstoðar.

Andri á að baki 219 leiki fyrir ÍBV og skoraði hann í síðasta leik sínum fyrir félagið gegn KR á Hásteinsvelli í júní.

„Uppalinn eyjapeyji og er sannarlega með hjartað á réttum stað,“ sagði í fréttatilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×