Íslenski boltinn

Andri aftur í ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri Ólafsson er kominn aftur til ÍBV.
Andri Ólafsson er kominn aftur til ÍBV.
Andri Ólafsson er kominn aftur til síns gamla félags en hann hefur gert samning við ÍBV sem gildir til loka tímabilsins.

Andri fór frá ÍBV til KR fyrir tímabilið í fyrra en spilaði ekkert með liðinu þá vegna meiðsla. Hann fór til Grindavíkur í vetur en fékk sig lausan undan samningi sínum við félagið fyrr í mánuðinum.

Hann var fyrirliði ÍBV um árabil og á tæplega 200 leiki að baki með liðinu í deild og bikar. Hann kom við sögu í níu leikjum með Grindavík í sumar.

Fyrr í vikunni gengu Eyjamenn frá samningum við Isak Nylen og Þórarinn Inga Valdimarsson auk þess sem að félagið framlengdi samning sinn við framherjann Jonathan Glenn, markahæsta leikmann Pepsi-deildar karla.


Tengdar fréttir

Andri til liðs við Grindavíkur

Eyjamaðurinn Andri Ólafsson er kominn til Grindavíkur eftir stutta dvöl hjá KR í vesturbæ Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×