Lífið

Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
mynd/justine ellul
Kvikmyndin Frankenstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöld. Sýning kvikmyndarinnar var á vegum RIFF, Reykjavík International Film Festival, sem stendur yfir frá 29. september til  9. október.

Frankenstein kom út árið 1931, aðeins sex árum áður en Sundhöll Reykjavíkur var tekin í notkun. Frankeinstein fjallar um vísindamanninn Henry Frankenstein sem helgar líf sitt heldur vafasömum tilraunum, sem á endanum verða til þess að honum tekst að skapa „mannveru“ úr líkamshlutum sem hann hefur sankað að sér.

Ljósmyndarinn Justine Ellul fangaði drungalegt andrúmsloftið í Sundhöll Reykjavíkur, eins og sjá má á þessum myndum. 





MYND/justine ellul
mynd/justine ellul
mynd/justine ellul
mynd/justine ellul





Fleiri fréttir

Sjá meira


×