Enski boltinn

Ancelotti vorkennir Moyes

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes.

„Það er ekki vaninn hjá Manchester United að reka knattspyrnustjórann,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í dag en lið hans, Real Madrid, mætir Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.

„Ég vorkenni David Moyes en svona er líf þjálfarans,“ bætti hann við. „Stundum gengur ekki vel og þá er maður rekinn. Ég er viss um að David Moyes muni leita og finna sér nýtt starf.“

Ancelotti er einn þeirra sem hafa verið orðaðir við starf knattspyrnustjóra Manchester United. Líklegastur þykir hins vegar Hollendingurinn Louis van Gaal.

Það var þó tilkynnt í dag að Ryan Giggs muni stýra liði United þar til nýr þjálfari verður ráðinn.


Tengdar fréttir

Brottrekstur Moyes staðfestur

Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×