Enski boltinn

Ancelotti vill fá annað tækifæri í enska boltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. vísir/getty
Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti hefur ákveðið að setja pressu stjóra ensku úrvalsdeildarinnar með því að lýsa yfir áhuga á að taka við liði þar á nýjan leik.

Ancelotti hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Real Madrid í sumar. Í kjölfarið fór hann í baðaðgerð sem hann er nú að jafna sig á.

Ancelotti stefnir að því að komast aftur í vinnu í janúar og horfir til Englands. Hann stýrði Chelsea á árunum 2009-11 og vann bæði deildina og enska bikarinn með félaginu.

„Ég vil komast aftur í ensku úrvalsdeildina. Þar er frábært fótboltaumhverfi,“ sagði Ancelotti.

„Áður en ég hætti að þjálfa þá vil ég fá annað tækifæri í enska boltanum. Ég mun taka mér frí fram yfir áramót og svo er ég klár í slaginn.“

Þjálfarar liða í úrvalsdeildinni sem verða í basli á þeim tíma verða eflaust ekki í rónni við þessi tíðindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×