Fótbolti

Ancelotti gaf stuðningsmönnum Herthu Berlin fingurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Bayern München, viðurkennir að hafa sýnt stuðningsmönnum Herthu Berlin fingurinn eftir þeir hræktu á hann í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Robert Lewandowski tryggði Bayern stig þegar hann jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það reyndist síðasta spyrna leiksins.

Eftir jöfnunarmarkið sparkaði Rune Jarstein, markvörður Berlínarliðsins, boltanum í Xabi Alonso af stuttu færi og því fylgdu ryskingar á milli leikmanna liðanna.

Þegar Ancelotti var að ganga til búningsherbergja eftir lokaflautið sýndi hann stuðningsmönnum Herthu Berlin fingurinn.

Ítalski stjórinn gekkst við þessu í viðtali eftir leik en sagði að hann hefði brugðist svona við því stuðningsmenn heimaliðsins hafi hrækt á hann.

Bayern er með átta stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar. RB Leipzig, sem er í 2. sæti, getur minnkað forskotið niður í þrjú stig með sigri á Borussia Mönchengladbach í dag.


Tengdar fréttir

Lewandowski bjargaði Bæjurum í Berlín

Robert Lewandowski bjargaði stigi fyrir Bayern München þegar liðið mætti Herthu Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×