Fótbolti

Ancelotti bannað að reykja hjá Bayern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlo Ancelotti finnst gott að fá sér smók.
Carlo Ancelotti finnst gott að fá sér smók. vísir/getty
Eitt fyrsta verk Hasans Salihamidzic, nýs íþróttastjóra Bayern München, var að banna Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra þýsku meistarana, að reykja á félagssvæðinu.

Salihamidzic var ráðinn til Bayern fyrir um þremur vikum síðan og er strax byrjaður að láta til sín taka. Bosníumaðurinn er öllum hnútum kunnugur hjá Bayern en hann lék með liðinu á árunum 1998-2007.

„Ég bað Ancelotti um að reykja ekki hér. Að sjálfsögðu samþykkti hann það enda sannur fagmaður,“ sagði Salihamidzic við Sky.

Ancelotti segist ekkert vera ósáttur við þessa breytingu.

„Þetta er gott fyrir heilsuna. Konan mín er hæstánægð,“ sagði Ítalinn sem er að hefja sitt annað tímabil við stjórnvölinn hjá Bayern.


Tengdar fréttir

Hummels fylgir fordæmi Mata

Mats Hummels, leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins, ætlar að fylgja fordæmi Juans Mata og gefa 1% launa sinna til góðgerðamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×