Fótbolti

Ancelotti: Fótbolti er ekki fyrir litlar stelpur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid.
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid. Vísir/Getty
Carlo Ancelotti, knattspyrnuþjálfari Real Madrid, lét hafa eftir sér afar umdeild stuttu fyrir leik Real Madrid og Atletico Madrid.

Segir hann að leikmenn sínir þurfi að vera tilbúnir hörkunni í leiknum og að fótbolti sé ekki fyrir stelpur heldur karlmenn.

Ancelotti sem er einn af sigursælustu knattspyrnustjórum heims náði góðum árangri með Real Madrid en hann þurfti að horfa á eftir spænska deildarmeistaratitlinum til nágranna sinna í Atletico Madrid. Þótti það nokkuð óvænt en Real Madrid hafði betur í leik liðanna í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikmenn Atletico hafa verið gagnrýndir fyrir að spila fastan varnarleik undir stjórn Diego Simeone en Ancelotti var ósammála þeirri gagnrýni.

„Þeir eru ekki ofbeldisfullir, þeir eru harðir í horn að taka og verjast af ákefð. Fótbolti er ekki leikur fyrir litlar stelpur, þetta er leikur fyrir karlmenn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×