Innlent

Ánægja með Guðna í hæstu hæðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðni Th Jóhannesson og Eliza Reid, eiginkona hans.
Guðni Th Jóhannesson og Eliza Reid, eiginkona hans. Vísir/Eyþór
Ánægja Íslendinga með störf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta, hefur aldrei mælst hærri. Alls sögðust 81,4 prósent þátttakenda í nýlegri könnun MMR vera ánægð með störf forsetans. Það er hærra en hefur mælst áður með störf forseta síðan MMR hóf mælingarnar í mars 2011.

Einungis 3,8 prósent sögðust óánægð með störf Guðna.

Samkvæmt tilkynningu frá MMR reyndist viðhorf til starfa Guðna mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Stuðningsmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins reyndust ekki jafn ánægðir með störf forsetans og aðrir, almennt séð.

Af Framsóknarmönnum sögðust 66 prósent vera ánægðir með störf forseta Íslands en 70 prósent Sjálfstæðismanna. Ánægðastir voru stuðningsmenn Vinstri grænna en 95 prósent þeirra kváðust vera ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar.

MMR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×