Innlent

Ánægð með að nýja íbúðin sé í göngufæri við Landspítalann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pepaj-fjölskyldan var að vonum alsæl í morgun þegar hún kom í fyrsta skipti í nýja íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur. Fjölskyldan er önnur tveggja albanskra fjölskyldna sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum og komu til landsins í gær.

Í fjölskyldunni eru tvö börn, þau Klea, fimm ára, og Kevi, þriggja ára. Bæði eru þau komin á leikskóla í hverfinu en fjölskyldan flytur inn á næstu dögum. Í millitíðinni dvelja þau á hóteli í borginni.

Kevi litli glímir við ólæknandi slímseigjusjúkdóm og þarf því reglulega að leita til læknis. Fjölskyldan er því ánægð með að vera í göngufæri við Landspítalann.

Í klippunni hér að ofan má sjá þegar fjölskyldan kom í íbúðina í morgun en rætt verður við þau í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×