Lífið

Amy Schumer hættir við að leika í Barbie

Atli Ísleifsson skrifar
Amy Schumer.
Amy Schumer. Vísir/AFP
Bandaríska leikkonan Amy Schumer hefur hætt við að leika í væntanlegri mynd Sony um Barbie. Schumer segir að vegna annarra verkefna muni hún ekki geta leikið í umræddri mynd.

Variety greinir frá þessu og hefur eftir Schumer að henni þykir leitt að geta ekki leikið í myndinni þar sem hún lofi svo góðu. Þakkar hún bæði Sony og Mattel fyrir samstarfið og kveðst hlakka til að sjá myndina þegar hún verður frumsýnd.

Til stóð að hefja tökur á myndinni í sumar, en vegna kynningar á myndinni Snatched, sem frumsýnd verður í maí, og taka á grínmyndinni She Came to Me, þar sem hún leikur á móti Steve Carell, sér Schumer sér ekki fært að taka að sér hlutverk í Barbie.

Sony þarf nú að leita að annarri leikkonu í hlutverkið, þar sem samningurinn við Mattel kveður á um að frumsýna eigi myndina þann 29. júní 2018.

Sony á enn eftir að finna leikstjóra, en myndin er sögð eiga að svipa til mynda á borð við Splash, Enchanted og Big. Í myndinni verður aðalpersóna myndarinnar rekin úr Barbielandi fyrir að vera ekki nægilega fullkomin og lendir svo í miklum ævintýrum í raunheimum.

Að neðan má sjá stilku myndarinnar Snatched sem verður frumsýnd í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×