Viðskipti erlent

Amy Schumer fyrst kvenna á lista yfir tíu launahæstu grínistana

Atli Ísleifsson skrifar
Amy Schumer skipar fjórða sæti listans.
Amy Schumer skipar fjórða sæti listans. vísir/getty
Amy Schumer skipar nú fjórða sæti á lista Forbes yfir launahæstu grínara heims en hún er fyrst kvenna til að komast á listann.

Forbes greinir frá því að Schumer hafi hagnast um 17 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, um tvo milljarða króna.

Tekjur hennar má rekja til ýmissa verkefna, meðal annars þáttarins Inside Amy Schumer sem sýndur er á Comedy Central-stöðinni og hefur unnið til Emmy- og Peabody verðlauna.

Þá fékk hún átta milljónir Bandaríkjadala fyrirfram frá útgefanda fyrir bók sína The Girl with the Lower Back Tattoo og hagnaðist mikið á að koma fram í bjórauglýsingu Budweiser sem sýnd var í hálfleik Ofurskálarinnar.

Kevin Hart skipar efsta sæti listans, Jerry Seinfeld annað og Terry Fator það þriðja.

Að neðan má sjá Budweiser-auglýsinguna sem sýnd var í hálfleik Ofurskálarinnar í febrúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Hver er þessi Amy Schumer?

„Þegar ég kom hingað í kvöld var eina markmið mitt að nærbuxurnar mínar litu ekki út eins og ég hefði snýtt mér í þær þegar ég kæmi heim.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×