Erlent

Amnesty saka stjórnvöld í Súdan um notkun efnavopna

Vísir/AFP
Tugir barna eru sögð hafa látið lífið í Darfur héraði í Súdan á þessu ári af völdum efnavopna. Amnesty International fullyrða að yfirvöld í Súdan hafi notað efnavopn óspart í baráttu sinni við uppreisnarmenn í héraðinu og að frá áramótum hafi að minnsta kosti tvöhundruð manns farist af þeim völdum og þar á meðal fjöldi barna.

Ekki er ljóst hvaða efni er um að ræða en þvíer varpað úr þyrlum á þorp í héraðinu þar sem uppreisnarmenn eru taldir hafast við í. Miklan reyk leggur þá um svæðið sem svíður gríðarlega undan og framkallar hann uppköst og blöðrur á húð. Talið er að slíkar árásir hafi að minnsta kosti verið þrjátíu á þessu ári.

Þá er stjórnarherinn einnig sakaður um morð á óbreyttum borgurum og nauðganir á stórum skala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×