Erlent

Amnesty International segja Hamasliða hafa pyntað palestínska borgara

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir brotin sem Amnesty International segja að hafi verið framin af liðsmönnum Hamas.
Enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir brotin sem Amnesty International segja að hafi verið framin af liðsmönnum Hamas. Vísir/AFP
Liðsmenn Hamas-samtakanna frömdu mannréttindabrot á óbreyttum palestínskum borgurum á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International.

Í skýrslunni segir að liðsmenn samtakanna hafi meðal annars rænt og pyntað fólk og tekið af lífi án dóms og laga. Flest fórnarlambanna voru sögð vinna fyrir eða með ísraelskum yfirvöldum.

Samkvæmt skýrslunni hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir brotin og leitt að því líkur að þau hafi verið framin með samþykki stjórnvalda í Palestínu.

Brotin áttu sér stað á síðasta ári meðan fimmtíu daga stríðsátök stóðu á Gasaströndinni. Í átökunum voru 2.189 Palestínumenn drepnir, þar á meðal 1.486 óbreyttir borgarar, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. 67 ísraelskir hermenn og sex óbreyttir borgarar féllu á sama tíma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×