Viðskipti innlent

H&M sýnir íslensku fyrirtæki áhuga

Edda Sif Pálsdóttir skrifar
Að geta ekki mátað, þreifað á efninu né séð hvort flíkin klæði þig yfirhöfuð vel er vandamál sem fylgir því að kaupa sér föt á netinu. Af þessum sökum nýta færri sér þennan möguleika en annars væri og skilatíðni er há. Þau Emil Harðarson, Eiríkur Þór Ágústsson og Lauga Óskarsdóttir starfa hjá fyrirtækinu Suit Me og hafa það göfuga markmið að leysa þennan vanda.

Stórar vefverslanir eru framtíðarkúnnar Suit Me, Amazon og H&M sem dæmi, og hefur hin síðarnefnda sýnt fyrirtækinu áhuga. Nú þegar hafa forsprakkar fyrirtækisins fundað með yfirmanni netmála hjá H&M í höfuðstöðvunum í Stokkhólmi og var vel tekið. Suit Me hefur auk þess fengið styrki og fjármagn úr ýmsum áttum, var meðal tíu efstu liða í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í ár, er eitt tíu teyma í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík og hefur einnig verið valið í slíkan hóp í Svíþjóð.  

„Í rauninni erum við heppin að það sé búið að reyna að lesa þennan vanda oft því við getum séð hvar fólk gerði mistök og nýtt okkur það. Svo erum við með góðan grunn í gervigreind, tölvusjón og stærðfræði og ég myndi segja að það væri okkar styrkur,“ segir Emil Harðarson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×