Viðskipti erlent

Amazon fær leyfi fyrir tilraunasendingum með drónum

ingvar haraldsson skrifar
Amazon vill fá að að senda pakka heim að dyrum með drónum.
Amazon vill fá að að senda pakka heim að dyrum með drónum. vísir/getty
Amazon hefur fengið leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum, FAA, til að hefja prófanir utandyra á sendinum á pökkum frá fyrirtækinu með drónum. The Verge greinir frá.

Amazon tilkynnti áætlanir um að senda pakka heim að dyrum með drónum í desember árið 2013. Félagið hefur átt í deilum um leyfi fyrir slíkri starfsemi við FAA og hótaði fyrirtækið í síðasta ári að flytja starfsemi sína úr landi yrði stofnunin ekki við kröfum þeirra.

Skilyrði fyrir tilraununum nú er að drónarnir séu í sjónlínu flugmanna sem stýra drónunum. Þeir sem stýra drónunum þurfa einnig að hafa flugmannsréttindi og skila inn heilbrigðisvottorði. Því er talsvert í land áður en Amazon fær leyfi fyrir að senda pakka með drónum heim að dyrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×