MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:18

Amazon vill fá íslenskan málfrćđing til starfa

FRÉTTIR

Amanda Nunes klárađi Rondu Rousey auđveldlega

 
Sport
07:08 31. DESEMBER 2016
Amanda Nunes fagnar sigri.
Amanda Nunes fagnar sigri. VÍSIR/GETTY
Pétur Marinó Jónsson skrifar

UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.

Mikil spenna ríkti fyrir bardaga Nunes og Rondu enda hafði Ronda ekkert barist frá því hún var rotuð af Holly Holm í nóvember 2015. Ronda neitaði að tala við fjölmiðla fyrir bardagann og vildi enga truflun fyrir bardagann.

Það virtist hjálpa henni lítið en Amanda Nunes kláraði Rondu með höggum eftir aðeins 48 sekúndur í 1. lotu. Ronda náði varla höggi á Nunes og eru slíkir yfirburðir sjaldséðir í titilbardögum.

Hlutirnir breytast fljótt í MMA en í fyrra óttuðust allir Rondu Rousey en í nótt leit út fyrir að hún ætti ekki heima í búrinu með meistaranum. Ekkert hefur heyrst frá Rondu enn sem komið er eftir bardagann en hugsanlega var þetta síðasti bardaginn hennar í MMA.

Cody Garbrandt átti frábæra frammistöðu þegar hann vann Dominick Cruz eftir dómaraákvörðun. Garbrandt er því nýr bantamvigtarmeistari karla en bardaginn reyndist vera frábær skemmtun.

Fyrrum bantamvigtarmeistarinn T.J. Dillashaw sigraði John Lineker í nótt og mun hann að öllum líkindum fá næsta titilbardaga. Þeir Garbrandt og Dillashaw eru fyrrum æfingafélagar og vinir og er í dag enginn sérstakur kærleikur þeirra á milli.

Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Amanda Nunes klárađi Rondu Rousey auđveldlega
Fara efst