Lífið

AmabAdamA bannað að aka til Akureyrar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin AmabAdamA fagnar útgáfu plötunnar sinnar í Gamla bíói.
Hljómsveitin AmabAdamA fagnar útgáfu plötunnar sinnar í Gamla bíói. mynd/Spessi
„Við ætluðum að keyra norður en svo þegar við hittumst á æfingu um daginn kom í ljós að foreldrar allra hljómsveitarmeðlimanna voru búnir að banna okkur að keyra út af veðrinu og færð,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein af söngvurum í hljómsveitinni AmabAdamA. Hljómsveitin kemur fram á útgáfutónleikum í Gamla bíói í kvöld í Reykjavík en fer í flug til Akureyrar klukkan 07.15 í fyrramálið.

„Það tekur því varla að fara að sofa. Við þurfum allavega að stilla allar okkar vekjaraklukkur,“ segir Steinunn og hlær.

AmabAdamA hefur átt mjög gott ár og fagnar því með útgáfutónleikum í kvöld. „Við ætlum að flytja plötuna í heild sinni og ef stemningin er góð, þá er aldrei að vita hvort við teljum í fleiri lög,“ bætir Steinunn við.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 en hljómsveitin The Bangoura Band mun sjá um að hita mannskapinn upp með hressandi afrobeat-tónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×