Lífið

Amabadama, Emmsjé Gauti og Jónas Sig skemmta með Drangey í baksýn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikið stuð var á hátíðinni sumarið 2015 eins og sjá má á þessari mynd sem Pétur Ingi Björnsson tók.
Mikið stuð var á hátíðinni sumarið 2015 eins og sjá má á þessari mynd sem Pétur Ingi Björnsson tók. Pétur Ingi
Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival fer fram í þriðja skiptið laugardagskvöldið 24. júní í sumar. Líkt og fyrri ár verður áherslan á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við frá Reykjum á Reykjaströnd þar sem tónleikarnir fara fram.

Á hátíðinni koma fram Mugison, Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar, Amabadama Contalgen Funeral og Emmsjé Gauti. Jónas og ritvélarnar endurnýja kynnin við Skagafjörðinn en sveitin tróð upp á fyrstu hátíðinni fyrir tveimur árum.

Á Reykjum er tjaldstæði, næg bílastæði, kaffihús og auðvitað Grettislaug. Þá er hægt að sækja Drangey heim með Drangeyjarferðum sem er mikil upplifun að sögn þeirra sem til þekkja. 

Miðaverð í forsölu er 6500 krónur en það hækkar eftir því sem nær dregur hátíðinni. Myndir frá hátíðinni 2015 má sjá á vef Feykis.



 


Tengdar fréttir

Vel heppnuð hátíð í Skagafirði

Tónlistarhátíðin Drangey Festival – þar sem vegurinn endar var haldin í fyrsta sinn um helgina. Aðstandendur hennar segja hana hafa heppnast vonum framar. Emiliana Torrini var meðal þeirra sem komu fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×