Lífið

Alvia Islandia rappaði með meðlimi Wu-Tang

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Alvia Islandia sendir frá sér sitt fyrsta myndband í næstu viku.
Alvia Islandia sendir frá sér sitt fyrsta myndband í næstu viku. Mynd/Aðsend
„Hann sat á fimleikahesti að hlusta á „beats“ í símanum sínum,“ svona lýsir rapparinn Alvia Islandi upphafi atburðarásar sem endaði með því að hún og Wu-Tang meðlimurinn Cappadonna byrjuðu að rappa saman, eftir Secret Solstice tónlistarhátíðina.

„Ég settist hjá honum og hann byrjaði að „freestæla“. Ég ákvað þá að vera með og byrjaði að „flowa“ með honum. Hann fílaði það vel og bað mig að rappa meira, bæði á ensku og íslensku. Þetta var allt mjög eðlilegt. Við vorum að skiptast á rímum sem við röppuðum yfir „beats“ úr símanum, eins og við værum bara í portinu á Prikinu,“ útskýrir hún enn frekar.

Myndband af þeim Alviu og Cappadonna að rappa saman má sjá neðst í fréttinni.



Alvia, sem hefur gert það gott í rappinu hér á landi, er að gefa út sitt fyrsta myndband næstu helgi við lag sem ber titilinn Sugar Complex. Myndbandið er tekið upp og unnið í Algera Studíói.

Hún segir hina heimsfrægu meðlimi Wu-Tang hafa verið með þægilega nærveru. „Þeir voru hlýir og mjög næs. Maður fann jákvæðnina streyma frá þeim. Þegar ég byrjaði að hlusta á rapp voru þeir alltaf mestu „legendin“, ég ólst upp við að hlusta á þá. Því var gaman að hitta þá og fá að sjá frá fyrstu hendi hvað þeir eru góðir á því.“

Alvia segir ennfremur að Cappadonna hafi verið duglegur að semja á staðnum, sem á ensku kallast „freestyle“. „Hann var mjög góður!“ útskýrir hún.

Alvia var ánægð með frammistöðu Wu-Tang á Secret Solstice hátíðinni, segir þá hafa verið hápunkt hátíðarinnar. 

Hér að neðan má sjá Alviu og Cappadonna rappa saman.

#moncat7 flowin w. #cappadonna @ #SecretSolstice #wutangclan #freestyle

A video posted by Mooncat (@alviaislandia) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×