LAUGARDAGUR 28. MAÍ NÝJAST 09:45

Sögunni haldið á lofti

LÍFIÐ

Alveg sama hvernig við vinnum Arsenal

 
Fótbolti
09:15 23. FEBRÚAR 2016
Alves fagnar með Messi og Neymar.
Alves fagnar með Messi og Neymar. VÍSIR/GETTY

Dani Alves, leikmaður Barcelona, segir að sigur gegn Arsenal í kvöld sé það eina sem kom til greina og engu máli skipti hvernig liðið vinni leikinn.

Liðin mætast þá á Emirates-vellinum í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Okkar markmið er alltaf að vinna alla leiki og að spila vel. Leikir eru auðvitað miserfiðir en við erum til í allt. Það er alltaf skemmtilegra að spila fallegan fótbolta en sigur er alltaf það sem skiptir mestu máli,“ segir Alves.

Barcelona hefur ekki tapað í 32 leikjum í röð sem er met. 26 af þessum leikjum hafa unnist og það bíður því verðugt verkefni fyrir Arsenal í kvöld.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Sport / Fótbolti / Alveg sama hvernig við vinnum Arsenal
Fara efst