Erlent

Alvarlegt lestarslys í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hundruð viðbragðsaðila taka nú þátt í björgunaraðgerðum á svæðinu.
Hundruð viðbragðsaðila taka nú þátt í björgunaraðgerðum á svæðinu. Vísir/EPA
Tvær farþegalestir skullu saman í suðurhluta Þýskalands í morgun. Um hundrað eru slasaðir, þar af um 50 alvarlega, og lögreglan segir að minnst fjórir hafi látið lífið. Slysið átti sér stað nærri bænum Bad Aibling. Björgunarmenn eru enn að leita fólks innnan braks lestanna.

Hundruð viðbragðsaðila taka nú þátt í björgunaraðgerðum á svæðinu. Samkvæmt frétt BBC fór önnur lestin af sporinu við slysið og ultu farþegavagnar.

Minnst fjórir eru látnir og hundrað slasaðir.Vísir/EPA
Frí eru í skólum á svæðinu og því voru engin börn í lestunum eins og væru á venjulegum dögum. Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en ferðir um lestarteinana hafa verið stöðvaðar og nærliggjandi vegum hefur verið lokað.

„Þetta er stærsta slys á svæðinu um árabil," segir talsmaður lögreglunnar í samtali við AP fréttaveituna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×