Innlent

Alþýðusambandið telur núverandi fyrirkomulag ekki heppilegt

Stefán Árni Pálsson skrifar
ASÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Guðna Ágústssonar, á Bylgjunni og Eyjunni, um verðlagningu búvara.

Ólafur M. Magnússon hjá Kú Mjólkurbú ehf. og Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og fyrrum landbúnaðarráðherra, mættust í sjónvarpsþættinum Eyjan, á sunndaginn.

„Verkalýðshreyfingin ,BSRB og ASÍ, situr í opinberu verðlagsnefndinni, með fulltrúum mjólkuriðnaðarins, fulltrúum ríkisins og bændanna,“ sagði Guðni í þættinum á sunnudaginn. 

Hann sagði ennfremur: „Hagræðingarkrafan er tveir milljarðar á ári sem verkalýðhreyfingin hefur sótt sem kjarabætur fyrir fólkið í landinu í gegnum þetta kerfi.“

Gestir þáttarins voru auk þeirra tveggja þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Í tilkynningunni kemur fram að það að ASÍ hafi átt fulltrúa í verðlagsnefnd búvara megi ekki skilja sem svo að Alþýðusambandið telji núverandi fyrirkomulag heppilegt til að ná markmiðum um lægra vöruverð til neytenda.

„ASÍ varaði við viðtækum undanþágum frá samkeppnislögum við undirritun samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu árið 2004. Á þau varnaraðarorð var ekki hlustað og meirihluti Alþingis samþykkti undanþágurnar. ASÍ stóð því frammi fyrir erfiðu vali.“

ASÍ hafna því að taka þátt í starfi verðlagsnefndarinnar eða að taka þátt í starfi nefndarinnar og reyna að gæta hagsmuna neytenda innan þess gallaða kerfis sem Alþingi hafði ákveðið.

„Niðurstaðan varð sú að taka þátt í starfi nefndarinnar og gæta hagsmuna neytenda innan hennar. Rétt er að taka fram að í ljósi aðstæðna hefur ASÍ ekki séð sér fært að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd búvara undanfarin misseri eða fyrr en fyrir liggur úttekt á núverandi kerfi sem unnið er að.“


Tengdar fréttir

Guðni sagður ekki drengur góður

Ólafur M. Magnússon segir Guðna Ágústsson gert sér fyrirsát í sjónvarpsviðtali í gær; greinilegt sé að tekin hafi verið ákvörðun af valdamiklum aðilum í mjólkuriðnaðinum um að sverta mannorð sitt.

Hláleg saga

Nú þegar enn einn ganginn upphefst orðræða um bókaskattinn er vert að rifja upp sögu sem helst má ekki gleymast. Það var árið 1990. Íslensk bókaútgáfa var að sligast undan 25% skatti á bækur, þeim hæsta á byggðu bóli.

Guðni svarar fyrir sig

Guðni Ágústsson segir Mjólkursamsöluna einhverja helstu velgjörðarmenn Ólafs M. Magnússonar hjá Kú ehf, sem um getur.

„Eðlilegt að Mjólka greiddi hærra verð“

Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, telur eðlilegt að fyrirtæki utan MS borgi hærra verð fyrir mjólkina en aðrir aðilar á markaði. "Fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi,“ segir Egill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×