Sport

Alþjóðaólympíunefndin ekki búin að taka ákvörðun um hvað verður gert við Rússana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Rússar vita ekki enn hvort þeir megi senda íþróttamenn á Ólympíuleikana í Ríó sem hefjast 5. ágúst næstkomandi en íþróttaheimurinn krefst þess að hart verði tekið á víðtæki lyfjasvindli þeirra.

Alþjóðaólympíunefndin hefur ekki tekið neina ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Rússum eftir að upp komst um ríkisrekna starfsemi í Rússlandi á síðustu árum sem miðaðist við að fela ólöglega lyfjanotkun rússneska íþróttamanna fyrir restinni af heiminum.

Rannsóknarskýrsla McLaren sýndi fram á það að rússnesk stjórnvöld hafi bæði vitað af og falið ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns frá árinu 2011 til ágúst 2015.

Markmiðið Rússana voru samkvæmt skýrslunni að koma í veg fyrir að jákvæð lyfjapróf íþróttamanna þeirra kæmu fram í dagsljósið. Þess vegna hafi rússneskir íþróttamenn geta komist upp með ólöglega lyfjanotkun og í framhaldinu tekið þátt í bæði sumar- og vetrarólympíuleikum.

Alþjóðaólympíunefndin mun kanna lögfræðilega stöðu sína í þessu máli áður en ákveðið verður að banna alla rússneska íþróttamenn frá leikunum í Ríó.

Það verður strax farið í það að fara yfir öll lyfjapróf rússneskra íþróttamann frá vetrarólympíuleikunum í Sotjsí en McLaren-skýrslan greindi frá því að átt hafi verið verið sýni Rússana til þess að koma í veg fyrir að ólögleg efni myndu finnast.

Alþjóðaólympíunefndin hefur einnig tilkynnt að Rússar megi ekki halda neina íþróttaviðburði í Rússlandi á næstunni þar á meðal Evrópuleikana sem áttu að fara þar fram í júní 2019.

Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að hart verði tekið á svindli Rússa en niðurstöður skýrslunnar eru enn eitt áfallið að undanförnu í baráttunni gegn óhreinum íþróttamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×