Formúla 1

Alonso fær ekki að keppa eftir áreksturinn rosalega um síðustu helgi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Fernando Alonso mun ekki keppa í Bahrein. Hann stóðst ekki læknisskoðun í dag. Alonso lenti í svakalegum árekstri fyrir tveimur vikum í Ástralíu. Stoffel Vandoorne, varaökumaður McLaren fær líklega sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1.

Alonso ók aftan á Esteban Gutierrez á Haas F1, bílnum snemma í ástralska kappakstrinum. Alonso fór tvær veltur og bíllinn gjöreyðilagðist.

Sjá einnig: Sjáðu rosalegan árekstur Alonso og Gutierrez

Alonso komst sjálfur út úr bílnum eftir velturnar en virtist haltra aðeins. Nú hefur læknir keppninnar í Bahrein metið Alonso ókeppnishæfan.

Alonso missti af fyrstu tveimur keppnum síðasta árs eftir árekstur við varnarvegg á æfingu í Barselóna fyrir tímabilið. Stoffel Vandoorne er varaökumaður McLaren og mun væntanlega fá sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 í Bahrein um helgina.

Áreksturinn rosalega má sjá í spilaranum hér að ofan.



Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir feril Alonso í Formúlu 1.  





Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Átökin í Ástralíu

Fyrsta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram í Ástralíu um helgina. Keppnin var spennandi frá upphitunarhring og fram á síðasta hring. Farið verður yfir margt af því helsta frá Ástralíu í Bílskúrnum, uppjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×