Formúla 1

Alonso: Ég held ég endi ferilinn hjá Mclaren

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Fernando Alonso gæti hugsanlega átt tvö tímabil eftir í Formúlu 1.
Fernando Alonso gæti hugsanlega átt tvö tímabil eftir í Formúlu 1. Vísir/Getty
Fernando Alonso hefur sagt að hann muni líklega enda Formúlu 1 feril sinn hjá McLaren, liðinu sem hann ekur fyrir núna og að ferillinn gæti endað 2017.

Spánverjinn sagði í viðtali við Sky Sports að hann telji Mclaren eina liðið sem raunverulega geti ógnað Mercedes og hann sjái framtíð sína hjá McLaren þess vegna.

„Einmitt núna, ef ég á að vera hreinskilin, þá er Mclaren-Honda eina liðið sem getur ógnað Mercedes í baráttunni um heimsmeistaratitla og stöðvað drottnun Mercedes sem varað hefur undanfarin ár,“ sagði Alonso.

Reglubreytingarnar sem væntanlegar eru fyrir 2017 gætu að sögn Alonso þó endurvakið áhuga hans og lengt Formúlu 1 feril hans. Bílarnir eiga að verða fljótari og erfiðari í akstri.

„Ég er ekki ungur ennþá og ég vona virkilega að ég vinni með McLaren-Honda. Vð færumst sífellt nær því. Við munum sjá etir 2017 hvort ég haldi áfram með McLaren eða hætti í Formúlu 1,“ bætti Alonso við.

„Ég vil fyrst athuga hvort ég njóti þess að keyra bíl næsta árs og hvort mér líki stefnan sem Formúla 1 verður á. Ef mér líkar áfram það sem ég er að gera og sé fram á að berjast um heimsmeistaratitil gæti ég hugsanlega verið áfram og elt þriðja titilinn,“ sagði Alonso að lokum.


Tengdar fréttir

Vettel fljótastur á síðasta æfingadeginum

Sebastian Vettel á Ferrari náði besta tíma dagsins í Barselóna. Dagurinn í gær var jafnframt síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Fyrsta keppnin fer fram 20. mars.

Berger: Alonso er ekki lengur bestur

Gerhard Berger, fyrrum Formúlu 1 ökumaður segir að síðasta tímabil hafi eitt og sér breytt ásýnd tveggja bestu ökumannanna í Formúlu 1.

Myndband: McLaren setur í gang

McLaren og Honda endurnýjuðu kynni sín í Formúlu 1 fyrir síðasta tímabil. Árangurinn lét á sér standa og liðið náði aðeins í 27 stig og níunda sæti í keppni bílasmiða. Liðið ætlar að gera betur í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×