Innlent

Almennt lögreglulið hefur vopnast 43 sinnum síðan í byrjun árs 2011

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan hefur aðgengi að skotvopnum en sérsveitin er eina lögreglusveit landsins sem alltaf ber skotvopn.
Lögreglan hefur aðgengi að skotvopnum en sérsveitin er eina lögreglusveit landsins sem alltaf ber skotvopn.
Almennir lögreglumenn hafa vopnast 43 sinnum frá byrjun árs 2011. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur á sama tímabili vopnast 393 sinnum. Þetta kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra á þingi í dag en sérstök umræða hófst þar klukkan 16 um vopnaburð lögreglunnar.

Sérsveitin er eina lögreglulið landsins sem alltaf er vopnað byssum.

Ólöf sagði að almenna lögreglan og sérsveitin gætu hafa gripið til vopna vegna sömu tilvika. „Fleiri en eitt lögreglulið eða embætti geta vopnast vegna sama málsins,“ sagði hún. „Telja þau öll til heildarfjölda tilvika.“

Lögreglan greip meðal annars til vopna vegna tilvika þar sem vopnaðir einstaklingar voru á ferð en inni í tölunum eru einni verkefni lögreglu tengd öryggisgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×