Erlent

Almennir borgarar féllu í loftárásum Bandaríkjamanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá borginni Raqqa, stuttu eftir að styrjöld hófst í Sýrlandi.
Frá borginni Raqqa, stuttu eftir að styrjöld hófst í Sýrlandi. Vísir/AFP
Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa gert sextán loftárásir á borgina Raqqa í Sýrlandi, höfuðvígi Íslamska ríkisins (IS). Yfirvöld í Bandaríkjunum fullyrða að skotmörkin hafi verið mikilvægir innviðir borgarinnar, svo sem mannvirki og samgönguæðar.

Talsmenn Bandaríkjahers segja loftárásirnar með þeim allra umfangsmestu sem gerðar hafa verið gegn hryðjuverkasamtökunum til þessa. Að minnsta kosti 23 meðlimir samtakanna eru taldir hafa látið lífið í árásunum. Mannréttindasamtök í Sýrlandi segia að sex óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, hafi jafnframt látið lífið þegar bandarískur dróni varpaði sprengju á skóla í Raqqa.

Myndband sem birt var á netinu í gær, að því er virðist af liðsmönnum IS, sýnir aftöku 25 karlmanna í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi. Mennirnir voru skotnir til bana í hringleikahúsi borgarinnar fyrir framan hinn svarta fána hryðjuverkasamtakanna.

IS segir að mennirnir sem teknir eru af lífi í nýja myndbandinu séu sýrlenskir hermenn. Á myndbandinu virðast þeir mjög ungir, jafnvel þrettán eða fjórtán ára. Þeir virðast hafa verið barnir illa í framan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×