Innlent

Almenn lögregla vígbúist ekki án umræðu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði kalla eftir samráði ef breyta eigi stefnu um vopnabúnað almennrar lögreglu.
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði kalla eftir samráði ef breyta eigi stefnu um vopnabúnað almennrar lögreglu. Fréttablaðið/Pjetur
„Í ljósi umræðu um vopnaburð lögreglu felur bæjarráð bæjarstjóra að leita skýringa og svara við því hvort breytingar hafi orðið á þeirri grundvallarstefnu að lögregla skuli ekki vera búin skotvopnum við almenn störf sín,“ segir í bókun sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á mánudag.

Fram hefur komið að yfirvöld telja það ekki grundvallarbreytingu á vopnabúnaði lögreglu að hingað til lands hafa verið fengnar 360 hríðskotabyssur frá norska hernum á þremur árum heldur sé um eðlilega endurnýjun að ræða.

„Telur bæjarráð ástæðu til að árétta þá afstöðu bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að ekki sé rétt að gera breytingar á þeirri meginreglu nema að undangenginni opinni umræðu í samfélaginu og að höfðu samráði við alla hlutaðeigandi,“ undirstrikar hins vegar bæjarráð Hafnarfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×