Sport

Allyson Felix fyrsta konan til að vinna sex gull í frjálsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allyson Felix kemur í mark og tryggir Bandaríkjunum gullið.
Allyson Felix kemur í mark og tryggir Bandaríkjunum gullið. Vísir/Getty
Bandarísku sveitirnar unnu bæði 4 x 400 metra boðhlaupin á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Allyson Felix bætti við því einu gulli enn við metið sitt.

Allyson Felix vann sitt fimmta gull kvöldið áður í 4 x 100 metra boðhlaupinu en engin önnur kona hefur unnið fimm gull í frjálsum íþróttum hvað þá sex gull eins og Felix á nú í verðlaunaskápnum eftir lokakvöld frjálsra íþrótta á ÓL á Ríó.

Allyson Felix hefur unnið fimm af þessum sex gullum sínum í boðhlaupum en aðra leikana í röð var hún í báðum gullsveitum Bandaríkjanna í boðhlaupunum.

Aðeins ein bandarísk íþróttakona hefur unnið fleiri gull Allyson Felix en sundkonan Jenny Thompson vann á sínum tíma átta gull.

Allyson Felix er þrítug en hefur enn ekki gefið það út hvort að hún reyni við Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Hún fékk silfur í 400 metra hlaupinu í Ríó.

Allyson Felix hefur nú verið í sigursveit Bandaríkjanna í 4 x 400 metra boðhlaupi á þremur leikum í röð.

Courtney Okolo, Natasha Hastings, Phyllis Francis og Allyson Felix voru í sigursveit Bandaríkjanna á þessum leik. Jamaíka fékk silfur og Bretland brons.

Í gullliði Bandaríkjamanna í karlaflokki hlupu þeir Arman Hall, Tony McQuay, Gil Roberts og LaShawn Merritt í úrslitahlaupinu. Jamaíka fékk silfur og Bahamaeyjar brons.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×