Fótbolti

Allt uppi á borðinu hjá Barca sem eyddi 24 milljörðum í nýja leikmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez kostaði sitt.
Luis Suárez kostaði sitt. vísir/getty
Spænska knattspyrnufélagið Barcelona birti í dag á vefsíðu sinni og Twitter-síðunni þær upphæðir sem borgaðar voru fyrir nýja leikmenn í sumar sem og þær sem liðið fékk fyrir sölu á leikmönnum.

Það varð allt vitlaust í kringum Barcelona fyrr á árinu þegar í ljós kom að félagið hefði borgað mun meira en upp var gefið fyrir Brasilíumanninn Neymar.

Svo fór að Sandro Rossell, forseti Barcelona, sagði af sér, en þetta ætla Börsungar ekki að láta koma fyrir aftur.

Josep Maria Bartomeu, nýr forseti Barcelona, ákvað að sýna stuðningsmönnum félagsins - og í raun öllum heiminum - hvaða tölur voru í gangi hjá félaginu í sumar.

Barcelona eyddi 157 milljónum evra eða 24,2 milljörðum króna í sjö leikmenn í sumar, en þar munar mest um 81 milljóna evra kaupin á Luis Suárez frá Liverpool.

Bæði er greint frá því verði sem Barcelona borgar viðkomandi liðum strax og svo þeim viðbótarkostnaði sem tengist árangurstengdum greiðslum. Arsenal á t.a.m. von á fimm milljónum evra til viðbótar við þær tíu sem Börsungar borguðu fyrir miðvörðinn ThomasVermaelen.

Barcelona seldi leikmenn fyrir 79 milljónir evra eða tólf milljarða króna. Alexis kostaði Arsenal 42,5 milljónir evra og Chelsea borgaði 33 milljónir evra fyrir CescFábregas. Sú upphæð gæti hækkað um þrjár milljónir evra.

Komnir: Farnir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×