Lífið

Allt það sem þú þarft að vita um sjógalla

Birgir Olgeirsson skrifar
„Að vera í blautum vettlingum er ekkert ósvipað því að vera með hendurnar á kafi í hráum, blautum kjúklingi.“
„Að vera í blautum vettlingum er ekkert ósvipað því að vera með hendurnar á kafi í hráum, blautum kjúklingi.“
Hér er komið fróðlegt myndband frá Landsambandi smábátaeigenda þar sem Þorsteinn Másson fer yfir allt það sem þarf að vita um sjógalla.

„Nú þegar skólafólk fer að leita sér að sumarvinnu er fátt eins skemmtilegt og að fara á sjóinn og margir stíga sín fyrstu skref sem sjómenn núna í sumar,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi um myndbandið.

„Okkur hjá Landsambandi smábátaeigenda langaði að fara yfir allt það sem góður sjógalli þarf að búa yfir. Hann þarf að passa, vera þægilegur og verja okkur fyrir vatni og vindum.“

Í myndbandinu er meðal annars farið yfir það hve hvimleitt það getur verið að notast við rennblauta sjóhanska og því líkt við að klæðast hráum og blautum kjúklingi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×