Lífið

Allt sem þú þarft að vita um samfélagsmiðla, vinsældir og hvernig þú hættir að láta þumla þig

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um samfélagsmiðla. Hvað er bannað? Hvað er töff? og hvernig slær maður í gegn?

Það sem bar helst á góma á dægurmálasviðinu í þessari viku voru Óskarsverðlaunatilnefningar, nestið hans Sigmundar Davíðs, ummæli Tobbu Marínos og margt fleira.

Stefán og Hulda fá til sín góðan gest en einn helsti samfélagsmiðlasérfræðingur Íslands, Stefán Óli Jónsson, mætir í þáttinn og fræðir hlustendur um þennan merkilega þátt í lífi okkar allra.

Yfir níutíu prósent þjóðarinnar er á einhverjum samfélagsmiðli og það er mjög auðvelt að vera verulega hallærislegur á þeim vettvangi. Þetta og margt fleira í nýjasta Poppkastinu.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á ellefta þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×