Viðskipti innlent

Allt rautt í Kauphöllinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka.
Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka. Vísir/GVA
Öll félög í íslensku kauphöllinni lækkuðu á föstudag og áframhald varð á lækkun þegar opnað var í morgun. Þegar þetta er skrifað hefur mest lækkun orðið á hlutabréfum í Marel eða 3,71 prósent. Þá hefur orðið 3,36% lækkun á bréfum VÍS, 3,04% lækkun á bréfum í TM, 2,79% lækkun á bréfum í N1 og 2,5% lækkun á bréfum Icelandair.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,8% það sem af er degi.

Mikil viðskipti hafa verið með bréf í Icelandair það sem af er degi eða fyrir rúmlega milljarð króna. Sömu sögu er að segja um bréf í Össur. Þá nema viðskipti með bréf í VÍS 259 milljónum króna og í N1 234 milljónum króna.

Ekkert félag í Kauphöllinni hefur hækkað í veðri en bréf í Símanum, Nýherja og Össuri hafa staðið í stað. 

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×