Skoðun

Allt í plasti

Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar
Hver íbúi í Evrópusambandinu notar að meðaltali 198 plastpoka árlega (m.v. 2010). Það eru nær 100 milljarðar samtals, þar af fara 8 milljarðar út í umhverfið. Íslendingar nota 50 milljónir plastburðarpoka á hverju ári, að meðaltali 155 á mann. Pokarnir enda í vötnum og hafi og skaða dýralíf og náttúru. Á ströndum Bretlands má finna plastpoka að jafnaði með 23 metra millibili. Hættulegar plastagnir fara út í umhverfið og þaðan í fæðukeðjuna, dýr deyja kvalafullum dauðdaga ef þau leggja sér pokana til munns eða flækjast í þeim. Mikið magn olíu fer í framleiðslu pokanna.

Lög á pokana?Á Íslandi eru plastburðarpokar seldir í búðum og rennur hlutfall af hagnaði í Pokasjóð, sem er samstarfsverkefni verslana. Núgildandi Evrópureglur um umbúðir setja skorður við því hvernig stjórnvöld mega takmarka notkun plastpoka. Á Írlandi og í Danmörku eru plastpokar skattlagðir. Eitt ESB-ríki, Ítalía, hefur sett lög sem banna plastburðarpoka en heimila tiltekna (en þó ekki alla) plastpoka sem brotna niður í umhverfinu. Umdeilt er hvort ítalska leiðin sé umhverfisvæn.

Framkvæmdastjórn ESB hefur sent ítölskum stjórnvöldum bréf vegna málsins en það virðist í biðstöðu vegna plastpokareglna sem eru í undirbúningi hjá ESB.

Samkvæmt tillögu Framkvæmdastjórnar ESB sem Evrópuþingið er að fjalla um þessa dagana yrðu ríkin að takmarka notkun plastpoka. Matvöruverslunum yrði bannað að gefa poka að undanskildum örþunnum pokum sem verða takmarkaðir frá árinu 2019 og umhverfisvænni umbúðir kæmu í staðinn. Slíkt bann myndi ekki gilda í öðrum viðskiptum en þó skyldi hvetja viðskiptalífið til að minnka notkun. Heimilt yrði meðal annars að banna plastpoka, þó þannig að slíkt fæli ekki í sér ólögmætar viðskiptahindranir. Evrópuþingið hefur lagt til að ríkin þurfi að grípa til aðgerða til að minnka notkun plastpoka um 50% miðað við meðaltal ársins 2010 innan þriggja ára frá gildistöku tilskipunarinnar og um 80% innan fimm ára. Ekki eru allir á eitt sáttir og í athugasemdum hagsmunaaðila, meðal annars frá iðnaðinum, segir að þetta verði of íþyngjandi fyrir verslunina.

Er eftir einhverju að bíða?Pokatilskipunin mun væntanlega verða tekin upp í EES-samninginn og þá verður skylt að grípa til aðgerða hér á landi. Verði endanleg útgáfa eins og Evrópuþingið hefur lagt til, munu ríki þar sem notkun minnkar miðað við 2010 njóta þess við mat á árangri, hvernig sem hann er til kominn. Ljóst virðist að takmarka þarf notkun verulega.

Er eftir einhverju að bíða?




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×