Erlent

Allt í ösku í Síle vegna Calbuco

fanney birna jónsdóttir skrifar
Meira en 6.500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Síle vegna goss í eldfjallinu Calbuco.
Meira en 6.500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Síle vegna goss í eldfjallinu Calbuco. Nordicphotos/Afp
Gloría Villaroel, 42 ára, sést hér halda fyrir vit sín vegna öskufalls í bænum La Ensanda í Síle. Tvær miklar sprengingar urðu í eldfjallinu Calbuco, sú fyrri seinnipart miðvikudags en sú seinni snemma á fimmtudag.

Sjá einnig: Öskuskýið veldur íbúum áhyggjum

Michelle Bastellet, forseti Síle, lýsti yfir neyðarástandi og nú hafa meira en 6.500 manns þurft að yfirgefa heimili sín. Mikið öskufall hefur orðið í suðurhluta Síle. Alls eru 90 virk eldfjöll í Síle og eldgos nokkuð algeng.

Síðast gaus í Calbuco árið 1972 en það var lítið gos. Stærra gos varð í því árið 1961, en alls hefur fjallið gosið tíu sinnum frá árinu 1837.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×